Anti-sportisti og nammifíkill 15. júní 2004 00:01 "Ég er algjör skömm fyrir Ísland þar sem ég hreyfi mig ekki og borða frekar óhollt þannig að ég er frekar léleg í þessum málum," segir Dagbjört Hákonardóttir, einn af umsjónarmönnum þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi. "Mér finnst gaman að hreyfa mig í góðu veðri en ég er ekki mikið fyrir það að gera eitthvað skipulagt. Ég geri frekar eitthvað alveg út í bláinn," segir Dagbjört, sem fær algjöra innilokunarkennd í líkamsræktarstöðvum. "Ég er algjör anti-sportisti og hef aldrei verið góð í íþróttum. Ég meika til dæmis ekki að eiga líkamsræktarkort því umhverfið heillar mig ekki. Ég vil frekar hreyfa mig á mínum eigin forsendum. Þegar ég æfi í líkamsræktarstöðvum þá rifja ég upp leikfimitímana í barnaskóla og man þá hvað ég er léleg," segir Dagbjört, sem skammast sín þá fyrir það hve léleg hún er í íþróttum og vill helst komast út úr stöðinni. "Ég er að leita að hinni einu sönnu íþrótt fyrir mig. Þegar ég finn hana þá mun ég stunda hana af kappi. Þannig að þetta stendur nú allt til bóta," segir Dagbjört, sem finnst alveg æðislega skemmtilegt að hjóla. "Mér finnst hjólreiðar fínn ferðamáti til að fara í vinnuna eða á milli staða. Reyndar þarf ég að klæðast frekar asnalegum fötum þegar ég hjóla og það setur svolítið strik í reikninginn," segir Dagbjört, en hún var alltaf hjólandi áður en hjólinu hennar var stolið núna fyrir stuttu. Dagbjört segist vera algjör nammifíkill en er ekki mikið fyrir mjög feitan og brasaðan mat. "Mér finnst mjög feitur matur ógeðslegur og er mikið fyrir að fá mér holla og bragðgóða rétti. En eftir hollustuna þá fæ ég mér iðulega nammi." Heilsa Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég er algjör skömm fyrir Ísland þar sem ég hreyfi mig ekki og borða frekar óhollt þannig að ég er frekar léleg í þessum málum," segir Dagbjört Hákonardóttir, einn af umsjónarmönnum þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi. "Mér finnst gaman að hreyfa mig í góðu veðri en ég er ekki mikið fyrir það að gera eitthvað skipulagt. Ég geri frekar eitthvað alveg út í bláinn," segir Dagbjört, sem fær algjöra innilokunarkennd í líkamsræktarstöðvum. "Ég er algjör anti-sportisti og hef aldrei verið góð í íþróttum. Ég meika til dæmis ekki að eiga líkamsræktarkort því umhverfið heillar mig ekki. Ég vil frekar hreyfa mig á mínum eigin forsendum. Þegar ég æfi í líkamsræktarstöðvum þá rifja ég upp leikfimitímana í barnaskóla og man þá hvað ég er léleg," segir Dagbjört, sem skammast sín þá fyrir það hve léleg hún er í íþróttum og vill helst komast út úr stöðinni. "Ég er að leita að hinni einu sönnu íþrótt fyrir mig. Þegar ég finn hana þá mun ég stunda hana af kappi. Þannig að þetta stendur nú allt til bóta," segir Dagbjört, sem finnst alveg æðislega skemmtilegt að hjóla. "Mér finnst hjólreiðar fínn ferðamáti til að fara í vinnuna eða á milli staða. Reyndar þarf ég að klæðast frekar asnalegum fötum þegar ég hjóla og það setur svolítið strik í reikninginn," segir Dagbjört, en hún var alltaf hjólandi áður en hjólinu hennar var stolið núna fyrir stuttu. Dagbjört segist vera algjör nammifíkill en er ekki mikið fyrir mjög feitan og brasaðan mat. "Mér finnst mjög feitur matur ógeðslegur og er mikið fyrir að fá mér holla og bragðgóða rétti. En eftir hollustuna þá fæ ég mér iðulega nammi."
Heilsa Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira