Ráðherra hissa á Reykjavíkurhöfn 29. júlí 2004 00:01 "Þetta kemur mjög mikið á óvart," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um þá ákvörðun forráðamanna Reykjavíkurhafnar að hækka vörugjöld á ákveðnum flokkum neysluvara frá og með 1. júlí síðastliðnum um 184%. Með breytingunni hækkar gjaldið sem höfnin tekur úr 346 krónum á tonnið í 983 krónur. Árni Þór Sigurðsson, formaður Hafnarsambands sveitarfélaga, sagði að í raun væri um leiðréttingu á umræddum gjaldflokki að ræða. Samkvæmt nýjum hafnarlögum sem tekið hefðu gildi 1. júlí 2003 hefði samgönguráðherra átt að setja ákveðna viðmiðunargjaldskrá sem hefði átt að gilda í 12 mánuði þaðan í frá. Eftir 1. júlí á þessu ári hefði gjaldskráin átt að vera frjáls. "Það sem hann gerði þegar hann gaf út þessa bráðabirgðagjaldskrá var að fella niður svokallaðan 4. flokk vörugjalda, sem var á allar almennar vörur sem voru fluttar til landsins" sagði Árni Þór. "Þetta þýddi gríðarlegan tekjumissi fyrir Reykjavíkurhöfn. Við endurvöktum þennan gjaldflokk eftir 1. júlí síðastliðinn og settum hann á þær vörur, sem hann hafði verið á áður. Þar með hækkar vörugjaldið á allar almennar vörur, sem undir þennan flokk féllu." Bergur Þorleifsson, hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar, sagði að samgönguráðherra hefði flutt þær vörutegundir sem heyrt hefðu undir 4. gjaldflokkinn undir 3. gjaldflokk, sem hefði kveðið á um miklu lægra vörugjald. Tekjumissir hafnarinnar frá 1. júlí 2003 -- 1. júlí 2004 hefði numið 60 milljónum króna vegna þessara aðgerða, auk þess sem hún hefði verið rekin með halla allt frá árinu 2000. "Í kjölfar lagabreytingarinnar voru hafnargjöldin hækkuð," sagði Sturla Böðvarsson. "Við töldum að miðað við þær aðstæður væri eðlilegt að fella niður 4. gjaldskrárflokk vörugjaldanna. Það kemur því mjög á óvart að þeir skuli gera þessa gjaldskrárbreytingu. En hafnirnar hafa sjálfdæmi um ákvarðanir á gjaldtökum sínum, því ábyrgðin á rekstrinum er þeirra. Með breytingu á lögunum erum við að gera hafnirnar sjálfstæðari og ábyrgari, en drögum jafnframt úr ríkisframlögum til þeirra. En þessi ákvörðun hafnarstjórnar Reykjavíkur er ný tíðindi fyrir mig. Ég hélt að enginn vissi betur en þeir, að það var ekki tilgangurinn með því að gefa gjaldtökur frjálsar, að þeir gengju fram með ótæpilegum hætti með hækkunum. Ég vona svo sannarlega að þeir gæti hófs." Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
"Þetta kemur mjög mikið á óvart," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um þá ákvörðun forráðamanna Reykjavíkurhafnar að hækka vörugjöld á ákveðnum flokkum neysluvara frá og með 1. júlí síðastliðnum um 184%. Með breytingunni hækkar gjaldið sem höfnin tekur úr 346 krónum á tonnið í 983 krónur. Árni Þór Sigurðsson, formaður Hafnarsambands sveitarfélaga, sagði að í raun væri um leiðréttingu á umræddum gjaldflokki að ræða. Samkvæmt nýjum hafnarlögum sem tekið hefðu gildi 1. júlí 2003 hefði samgönguráðherra átt að setja ákveðna viðmiðunargjaldskrá sem hefði átt að gilda í 12 mánuði þaðan í frá. Eftir 1. júlí á þessu ári hefði gjaldskráin átt að vera frjáls. "Það sem hann gerði þegar hann gaf út þessa bráðabirgðagjaldskrá var að fella niður svokallaðan 4. flokk vörugjalda, sem var á allar almennar vörur sem voru fluttar til landsins" sagði Árni Þór. "Þetta þýddi gríðarlegan tekjumissi fyrir Reykjavíkurhöfn. Við endurvöktum þennan gjaldflokk eftir 1. júlí síðastliðinn og settum hann á þær vörur, sem hann hafði verið á áður. Þar með hækkar vörugjaldið á allar almennar vörur, sem undir þennan flokk féllu." Bergur Þorleifsson, hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar, sagði að samgönguráðherra hefði flutt þær vörutegundir sem heyrt hefðu undir 4. gjaldflokkinn undir 3. gjaldflokk, sem hefði kveðið á um miklu lægra vörugjald. Tekjumissir hafnarinnar frá 1. júlí 2003 -- 1. júlí 2004 hefði numið 60 milljónum króna vegna þessara aðgerða, auk þess sem hún hefði verið rekin með halla allt frá árinu 2000. "Í kjölfar lagabreytingarinnar voru hafnargjöldin hækkuð," sagði Sturla Böðvarsson. "Við töldum að miðað við þær aðstæður væri eðlilegt að fella niður 4. gjaldskrárflokk vörugjaldanna. Það kemur því mjög á óvart að þeir skuli gera þessa gjaldskrárbreytingu. En hafnirnar hafa sjálfdæmi um ákvarðanir á gjaldtökum sínum, því ábyrgðin á rekstrinum er þeirra. Með breytingu á lögunum erum við að gera hafnirnar sjálfstæðari og ábyrgari, en drögum jafnframt úr ríkisframlögum til þeirra. En þessi ákvörðun hafnarstjórnar Reykjavíkur er ný tíðindi fyrir mig. Ég hélt að enginn vissi betur en þeir, að það var ekki tilgangurinn með því að gefa gjaldtökur frjálsar, að þeir gengju fram með ótæpilegum hætti með hækkunum. Ég vona svo sannarlega að þeir gæti hófs."
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira