Erlent

Ebadi meinað að mótmæla

Írönsk stjórnvöld hafa bannað Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafa Nóbels í fyrra, að efna til mótmæla gegn aftökum á ungmennum undir átján ára aldri. Ebadi ætlaði að efna til mótmælanna í dag en var neitað um leyfi til að halda þau. "Ríkisstjórnin verður að útskýra hvers vegna þau leyfa ekki friðsamleg mótmæli gegn brotum á svo sjálfsögðum mannréttindum," sagði Ebadi. Hún sagði að stjórnvöld hefðu sagt lagafrumvarp í vinnslu sem takmarkaði dauðadóma yfir ungmennum en tók fram að það væri ekki nóg þar sem dauðadómar yfir ungmennum yrðu ekki bannaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×