Erlent

Olíuverð niður í 47,37 dali

Olíuverð náði sjö vikna lágmarki í gær, var 47,37 sent þegar lokað var á olíumarkaði í New York í gærkvöldi. Ástæða lækkunarinnar er að vísbendingar hafa borist um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi náð jafnvægi. Búist er við því að orkumálaráðuneytið þar greini síðar í dag frá því að næg olía sé til í landinu og að engar líkur séu á skorti á olíu til kyndingar þegar kólna tekur. Birgðirnar jukust töluvert meira en búist var við í síðustu viku en ástæða þess er að mikil veðurblíða hefur verið vestra og þörf á olíu til kyndingar minni en ella. Að auki er viðgerðum á olíuleiðslum og -borpöllum á Mexíkóflóa að mestu lokið en töluverðar skemmdir urðu þar þegar fellibylurinn Ívan gekk þar yfir í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×