Betra að hafa herbergið þrifalegt 29. desember 2004 00:01 Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær." Nám Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær."
Nám Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira