Innlent

Synjun gjafsóknar í bága við lög

 Þá átelur hann drátt á afgreiðslu mála að hálfu gjafsóknarnefndar og hefur ákveðið að taka málsmeðferðartíma nefndarinnar almennt til athugunar að eigin frumkvæði, samkvæmt þar að lútandi í lögum. Málavextir eru þeir að þrotabú manns krafðist þess að kaupmála sem hann hafði gert við eiginkonu sína yrði rift. Héraðsdómur dæmdi manninum í vil í september 2002. Konan mætti ekki við þingfestingu, þannig að dómur gekk eftir kröfu mannsins, svokallaður útivistardómur. Í apríl 2003 var sótt um gjafsókn fyrir hönd konunnar vegna málsins. Gjafsóknarnefnd mælti gegn gjafsókn, þar sem ekki væri nægilegt tilefni til málshöfðunar í skilningi laganna, þar sem tiltekin ákvæði eigi ekki við um endurupptöku einkamáls í héraði þar sem útivist hafi orðið að hálfu aðila. Umboðsmaður beinir þeim tilmælu til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, svo og gjafsóknrnefndar að taka mál konunnar fyrir að nýju, komi ósk þess efnis frá henni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×