Íslenskan vefst fyrir mörgum 15. nóvember 2004 00:01 Þegar upp kemur vafi um hvernig eigi að skrifa eða beygja eitthvert íslenskt orð er þægilegt að geta hringt í Íslenska málstöð og fengið góðar leiðbeiningar. Kári Kaaber svarar þar oftast í símann og er ekkert nema greiðviknin. "Málfarsráðgjöf er eitt af mínum helstu viðfangsefnum hér og ég svara bæði síma og tölvupósti," segir hann og bætir við að flestir noti símann enda vanti oft upplýsingarnar samstundis. "Hingað hringir alls konar fólk - bara Jón og Gunna og svo er talsvert mikið hringt frá auglýsingastofum og ráðuneytum. Allsstaðar þar sem verið er að nota málið okkar geta komið upp spurningar," segir hann góðlátlega. Ekki getur hann nefnt eitt öðru fremur sem fólk hnýtur um. "Það er oftast spurt um orðalag, stafsetningu eða beygingar. Þetta þrennt. Sem betur fer eru þeir býsna margir sem vilja vanda það sem þeir eru að gera og hafa kannski á tilfinningunni að eitthvað mætti betur fara í þeim texta sem þeir eru að setja saman. Þá hringja þeir og það er gott." Kári kveðst ekki verða mikið var við rithöfunda á línunni og kemur með sennilega skýringu á því. "Þeir hafa flestir góð tök á málinu sem betur fer og svo vilja þeir hafa sinn eigin stíl." Kári verður líka var við nýyrðasmíð. "Yfirleitt eru það samsetningar orða og ef þær eru í samræmi við allar reglur þá auðga þær bara málið og allir verða glaðir." Dagur íslenskrar tungu er þriðjudaginn næstkomandi, þann 16. nóvember og að sögn Kára verður málræktarþing í hátíðasal háskólans um næstu helgi. Þar verður fjallað um áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur og er haldið í samvinnu við Mjólkursamsöluna sem ávallt styður dyggilega við fræðslu um íslenskt mál. Atvinna Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þegar upp kemur vafi um hvernig eigi að skrifa eða beygja eitthvert íslenskt orð er þægilegt að geta hringt í Íslenska málstöð og fengið góðar leiðbeiningar. Kári Kaaber svarar þar oftast í símann og er ekkert nema greiðviknin. "Málfarsráðgjöf er eitt af mínum helstu viðfangsefnum hér og ég svara bæði síma og tölvupósti," segir hann og bætir við að flestir noti símann enda vanti oft upplýsingarnar samstundis. "Hingað hringir alls konar fólk - bara Jón og Gunna og svo er talsvert mikið hringt frá auglýsingastofum og ráðuneytum. Allsstaðar þar sem verið er að nota málið okkar geta komið upp spurningar," segir hann góðlátlega. Ekki getur hann nefnt eitt öðru fremur sem fólk hnýtur um. "Það er oftast spurt um orðalag, stafsetningu eða beygingar. Þetta þrennt. Sem betur fer eru þeir býsna margir sem vilja vanda það sem þeir eru að gera og hafa kannski á tilfinningunni að eitthvað mætti betur fara í þeim texta sem þeir eru að setja saman. Þá hringja þeir og það er gott." Kári kveðst ekki verða mikið var við rithöfunda á línunni og kemur með sennilega skýringu á því. "Þeir hafa flestir góð tök á málinu sem betur fer og svo vilja þeir hafa sinn eigin stíl." Kári verður líka var við nýyrðasmíð. "Yfirleitt eru það samsetningar orða og ef þær eru í samræmi við allar reglur þá auðga þær bara málið og allir verða glaðir." Dagur íslenskrar tungu er þriðjudaginn næstkomandi, þann 16. nóvember og að sögn Kára verður málræktarþing í hátíðasal háskólans um næstu helgi. Þar verður fjallað um áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur og er haldið í samvinnu við Mjólkursamsöluna sem ávallt styður dyggilega við fræðslu um íslenskt mál.
Atvinna Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira