Íslenskan vefst fyrir mörgum 15. nóvember 2004 00:01 Þegar upp kemur vafi um hvernig eigi að skrifa eða beygja eitthvert íslenskt orð er þægilegt að geta hringt í Íslenska málstöð og fengið góðar leiðbeiningar. Kári Kaaber svarar þar oftast í símann og er ekkert nema greiðviknin. "Málfarsráðgjöf er eitt af mínum helstu viðfangsefnum hér og ég svara bæði síma og tölvupósti," segir hann og bætir við að flestir noti símann enda vanti oft upplýsingarnar samstundis. "Hingað hringir alls konar fólk - bara Jón og Gunna og svo er talsvert mikið hringt frá auglýsingastofum og ráðuneytum. Allsstaðar þar sem verið er að nota málið okkar geta komið upp spurningar," segir hann góðlátlega. Ekki getur hann nefnt eitt öðru fremur sem fólk hnýtur um. "Það er oftast spurt um orðalag, stafsetningu eða beygingar. Þetta þrennt. Sem betur fer eru þeir býsna margir sem vilja vanda það sem þeir eru að gera og hafa kannski á tilfinningunni að eitthvað mætti betur fara í þeim texta sem þeir eru að setja saman. Þá hringja þeir og það er gott." Kári kveðst ekki verða mikið var við rithöfunda á línunni og kemur með sennilega skýringu á því. "Þeir hafa flestir góð tök á málinu sem betur fer og svo vilja þeir hafa sinn eigin stíl." Kári verður líka var við nýyrðasmíð. "Yfirleitt eru það samsetningar orða og ef þær eru í samræmi við allar reglur þá auðga þær bara málið og allir verða glaðir." Dagur íslenskrar tungu er þriðjudaginn næstkomandi, þann 16. nóvember og að sögn Kára verður málræktarþing í hátíðasal háskólans um næstu helgi. Þar verður fjallað um áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur og er haldið í samvinnu við Mjólkursamsöluna sem ávallt styður dyggilega við fræðslu um íslenskt mál. Atvinna Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þegar upp kemur vafi um hvernig eigi að skrifa eða beygja eitthvert íslenskt orð er þægilegt að geta hringt í Íslenska málstöð og fengið góðar leiðbeiningar. Kári Kaaber svarar þar oftast í símann og er ekkert nema greiðviknin. "Málfarsráðgjöf er eitt af mínum helstu viðfangsefnum hér og ég svara bæði síma og tölvupósti," segir hann og bætir við að flestir noti símann enda vanti oft upplýsingarnar samstundis. "Hingað hringir alls konar fólk - bara Jón og Gunna og svo er talsvert mikið hringt frá auglýsingastofum og ráðuneytum. Allsstaðar þar sem verið er að nota málið okkar geta komið upp spurningar," segir hann góðlátlega. Ekki getur hann nefnt eitt öðru fremur sem fólk hnýtur um. "Það er oftast spurt um orðalag, stafsetningu eða beygingar. Þetta þrennt. Sem betur fer eru þeir býsna margir sem vilja vanda það sem þeir eru að gera og hafa kannski á tilfinningunni að eitthvað mætti betur fara í þeim texta sem þeir eru að setja saman. Þá hringja þeir og það er gott." Kári kveðst ekki verða mikið var við rithöfunda á línunni og kemur með sennilega skýringu á því. "Þeir hafa flestir góð tök á málinu sem betur fer og svo vilja þeir hafa sinn eigin stíl." Kári verður líka var við nýyrðasmíð. "Yfirleitt eru það samsetningar orða og ef þær eru í samræmi við allar reglur þá auðga þær bara málið og allir verða glaðir." Dagur íslenskrar tungu er þriðjudaginn næstkomandi, þann 16. nóvember og að sögn Kára verður málræktarþing í hátíðasal háskólans um næstu helgi. Þar verður fjallað um áhrif hnattvæðingar og upplýsingatækni á þjóðtungur og er haldið í samvinnu við Mjólkursamsöluna sem ávallt styður dyggilega við fræðslu um íslenskt mál.
Atvinna Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“