Erlent

Farsímar fleiri en heimasímarnir

Indverjar eiga nú orðið fleiri farsíma en heimasíma. Þrátt fyrir það kvarta símafyrirtækin undan bágri afkomu og segja að farsímagjöldin séu lág og álögur stjórnvalda miklar. Í lok síðasta mánaðar voru 44,5 milljónir farsíma í notkun í Indlandi en 44 milljónir heimasíma. Forsvarsmenn símafyrirtækjanna eru hins vegar ósáttir við það hversu mikið tekjur þeirra af hverjum símnotanda hafa lækkað, þær eru nú aðeins rétt rúmlega fimmtungur þess sem var fyrir fimm árum síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×