Bíó og sjónvarp

Góð þátttaka í kosningu til Edduverðlaunanna

Kosning til Edduverðlaunanna stendur nú sem hæst en kosningu lýkur á laugardag. Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti tilnefningar til Edduverðlaunanna í lok október og hófst þá einnig Netkosning hér á Vísi. Almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi. Þátttaka hefur verið mjög góð, á sjötta þúsund manns hafa tekið þátt í kosningunni. Samkvæmt starfsreglum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar er vægi atkvæða almennings 30% gegn 70% vægi kjörskrár Akademíunnar. Hægt er að kjósa í einum flokki eða fleirum. Ekki er nauðsynlegt að kjósa í öllum flokkum sem tilnefnt er í. Kosningin hér á Vísi stendur til klukkan 14:00 laugardaginn 13. nóvember en verðlaunahátíð Eddunnar fer fram á Hótel Nordica sunnudaginn 14.nóvember. Sýnt verður beint frá hátíðinni í Sjónvarpinu og á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×