Slökkviliðsmenn í spinning 1. nóvember 2004 00:01 "Það skiptir mjög miklu máli í okkar starfi að vera í góðu formi. Við förum í þolpróf og styrktarpróf einu sinni á ári og við reynum þess vegna að æfa að minnsta kosti alla virka daga," segja Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson, starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir ásamt fjölmörgum öðrum slökkviliðsmönnum mæta í Hreyfingu á hverjum einasta degi og taka vel á því. "Þegar við erum á vakt þá mætum við í tíma klukkan 10.10 á morgnana. Ef við erum ekki á vakt þá mætum við frekar í tækjasalinn og lyftum og þess háttar. Við erum með fasta tíma á morgnana þegar við erum á vöktum sem skiptast í þolþjálfun og styrktarþjálfun. Stundum förum við í spinning, stundum í stöðvaþjálfun og stundum tökum við spretti og svoleiðis. Það er mjög mismunandi," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins hafa æft af fullum krafti síðustu sextán ár í Faxafeninu. Þó að tímarnir séu fastir hjá félögunum eru allir velkomnir og tímarnir alls ekki lokaðir almenningi. Í Hreyfingu hittast slökkviliðsmenn úr stöðvunum við Skógarhlíð og Tunguháls. Drjúgan part af morgninum má því segja að þeir stjórni slökkviliðsstöðinni úr annars konar stöð - líkamsræktarstöðinni. "Þetta er mjög gott upp á móralinn. Það er fínt að gera eitthvað með starfsfélögunum í aðeins öðruvísi umhverfi og bindast sterkum böndum. Við líka peppum hver aðra upp í tímunum og höfum mjög gaman af," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri, allt frá 24 og upp í rúmlega sextugt. Hraustu slökkviliðsmennirnir fá því miður ekki alltaf að klára æfingarnar sínar því oft kemur fyrir að þeir eru kallaðir út í miðjum klíðum. "Við erum með útkallstæki og síma á okkur þar sem við þurfum að bregðast mjög fljótt við öllum útköllum. Við erum með sérútgang í stöðinni þar sem fötin okkar og dót liggja tilbúin. Síðan er bílunum okkar lagt beint fyrir utan," segja Finnur og Hannes og því alveg ljóst að slökkviliðsmennirnir eru fljótir að bregðast við. En hvað finnst fólkinu í Hreyfingu um þetta? "Fólki finnst mjög gaman að hafa okkur hérna og svolítið spennandi þegar við erum kallaðir út."Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson hjá neyðarútgangi slökkviliðsmannanna þar sem fötin bíða tilbúin.Mynd/E.ÓlSlökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri og ná saman í ræktinni.Mynd/E.Ól Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Það skiptir mjög miklu máli í okkar starfi að vera í góðu formi. Við förum í þolpróf og styrktarpróf einu sinni á ári og við reynum þess vegna að æfa að minnsta kosti alla virka daga," segja Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson, starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir ásamt fjölmörgum öðrum slökkviliðsmönnum mæta í Hreyfingu á hverjum einasta degi og taka vel á því. "Þegar við erum á vakt þá mætum við í tíma klukkan 10.10 á morgnana. Ef við erum ekki á vakt þá mætum við frekar í tækjasalinn og lyftum og þess háttar. Við erum með fasta tíma á morgnana þegar við erum á vöktum sem skiptast í þolþjálfun og styrktarþjálfun. Stundum förum við í spinning, stundum í stöðvaþjálfun og stundum tökum við spretti og svoleiðis. Það er mjög mismunandi," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins hafa æft af fullum krafti síðustu sextán ár í Faxafeninu. Þó að tímarnir séu fastir hjá félögunum eru allir velkomnir og tímarnir alls ekki lokaðir almenningi. Í Hreyfingu hittast slökkviliðsmenn úr stöðvunum við Skógarhlíð og Tunguháls. Drjúgan part af morgninum má því segja að þeir stjórni slökkviliðsstöðinni úr annars konar stöð - líkamsræktarstöðinni. "Þetta er mjög gott upp á móralinn. Það er fínt að gera eitthvað með starfsfélögunum í aðeins öðruvísi umhverfi og bindast sterkum böndum. Við líka peppum hver aðra upp í tímunum og höfum mjög gaman af," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri, allt frá 24 og upp í rúmlega sextugt. Hraustu slökkviliðsmennirnir fá því miður ekki alltaf að klára æfingarnar sínar því oft kemur fyrir að þeir eru kallaðir út í miðjum klíðum. "Við erum með útkallstæki og síma á okkur þar sem við þurfum að bregðast mjög fljótt við öllum útköllum. Við erum með sérútgang í stöðinni þar sem fötin okkar og dót liggja tilbúin. Síðan er bílunum okkar lagt beint fyrir utan," segja Finnur og Hannes og því alveg ljóst að slökkviliðsmennirnir eru fljótir að bregðast við. En hvað finnst fólkinu í Hreyfingu um þetta? "Fólki finnst mjög gaman að hafa okkur hérna og svolítið spennandi þegar við erum kallaðir út."Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson hjá neyðarútgangi slökkviliðsmannanna þar sem fötin bíða tilbúin.Mynd/E.ÓlSlökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri og ná saman í ræktinni.Mynd/E.Ól
Heilsa Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira