Erlent

Mikil óvissa

Óvissa er lykilorðið þessa síðustu daga kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum. Ótryggur kosningabúnaður, kosningaþátttaka og afskipti hryðjuverkaleiðtoga eru meðal þátta sem gætu haft áhrif á úrslit kosninganna. Ósama bin Laden er á lífi og blandaði sér í gær í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum. Áhrif afskipta Bin Ladens af kosningabaráttunni eru alls óljós. Þau gætu minnt kjósendur á hryðjuverkastríð Bush, sem yrði honum hugsanlega til framdráttar, eða þeir gætu metið stöðuna sem svo, að fyrst Ósama er enn á lausu hafi stríðið ekki skilað miklu, sem gæti orðið Kerry til framdráttar. Bush hefur notuð örlítið meira fylgis í nokkrum helstu könnunum undanfarna daga en nú virðist það hafa snúist við. Í könnun Reuters og Zogby er Kerry nú með örlítið forskot á landsvísu, þó að munurinn sé eftir sem áður innan skekkjumarka. Munurinn í óvissuríkjunum tíu minnkaði enn frekar og þar virtist sem Bush sækti í sig veðrið. Honum vegnar betur í Ohio, Colorado, Iowa, Michigan, Nýju Mexíkó og Nevada. Kerry er með forskot á Flórída, í Minnesota, Pennsylvaníu og Wisconsin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×