Erlent

Uppgjöf aðalkeppinautar Karzais

Yunus Qanuni, aðalkeppinautur Hamid Karzais, bráðabirgðaforseta Afganistans, um embættið í kosningunum um þarsíðustu helgi, hefur játað sig sigraðan þótt talning atkvæða sé ekki lokið. Karzai hefur fengið 55,3% atkvæða en Qanuni 16,2% þegar aðeins á eftir að telja rúm fimm prósent greiddra atkvæða. Kosningarnar voru mjög umdeildar og héldu keppinautar Karzais því fram, a.m.k. fyrst um sinn, að brögð væru í tafli við framkvæmd þessarra fyrstu frjálsu kosninga í Afganistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×