Dansflokkurinn setur upp skjöld 19. október 2004 00:01 Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti birtist áhorfendum í sýningu Íslenska dansflokksins í mögnuðu verki ísraelska danshöfundarins Rami Be´er. Hann kallar verkið „Screensaver“ og vísar þar í tilhneigingu mannanna til að kalla fram skjöld þegar þörf er á vernd frá áreitinu. Dansflokkurinn mun aðeins sýna verkið sex sinnum en um er að ræða mikið sjónarspil ljósa, myndvarpa og tónlistar og svo að sjálfssögðu þokkafullra en um leið ögrandi hreyfinga dansaranna. Rami Be´er er þekktur í dansheiminum en hann er stjórnandi Kibbutz-dansflokksins í Ísrael. Hann lofar íslensku dansarana og segir þetta hafa verið magnað æfingatímabil hér í landi sviptivinda. Að mati hans er hægt að ná til allra með hreyfingum, tónlist og dansi og þannig geti dansarar og danshöfundar breitt út boðskap friðar og fordómaleysis um allan heim, hafi þeir áhuga á. Verkið, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu, snýst um nútímaheiminn - þær brynjur sem við setjum upp til að lifa af og loka raunveruleikann úti að sögn höfundarins. Hann segir það byggt úr mismunandi lögum eða mismunandi hringjum. Þarna er einstaklingurinn sjálfur, samband paranna, samfélagið og einstaklingurinn andspænis samfélaginu. Dans Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti birtist áhorfendum í sýningu Íslenska dansflokksins í mögnuðu verki ísraelska danshöfundarins Rami Be´er. Hann kallar verkið „Screensaver“ og vísar þar í tilhneigingu mannanna til að kalla fram skjöld þegar þörf er á vernd frá áreitinu. Dansflokkurinn mun aðeins sýna verkið sex sinnum en um er að ræða mikið sjónarspil ljósa, myndvarpa og tónlistar og svo að sjálfssögðu þokkafullra en um leið ögrandi hreyfinga dansaranna. Rami Be´er er þekktur í dansheiminum en hann er stjórnandi Kibbutz-dansflokksins í Ísrael. Hann lofar íslensku dansarana og segir þetta hafa verið magnað æfingatímabil hér í landi sviptivinda. Að mati hans er hægt að ná til allra með hreyfingum, tónlist og dansi og þannig geti dansarar og danshöfundar breitt út boðskap friðar og fordómaleysis um allan heim, hafi þeir áhuga á. Verkið, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu, snýst um nútímaheiminn - þær brynjur sem við setjum upp til að lifa af og loka raunveruleikann úti að sögn höfundarins. Hann segir það byggt úr mismunandi lögum eða mismunandi hringjum. Þarna er einstaklingurinn sjálfur, samband paranna, samfélagið og einstaklingurinn andspænis samfélaginu.
Dans Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira