Erlent

Forsætisráðherrann í stofufangelsi

Forsætisráðherra Burma hefur verið vikið úr embætti sínu vegna meintrar spillingar og hann situr nú í stofufangelsi. Íhaldssöm öfl innan hersins standa að aðgerðunum og standa nú vörð um hús hans. Mikil togstreita hefur verið á milli ráðherrans og íhaldssamra afla í Burma sem eru andsnúin þeim breytingum á stjórnkerfi landsins sem orðið hafa undanfarið og er talið að handtaka ráðherrans sé tilkomin af þeim sökum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×