Sígaunstemmning og grænt te 28. september 2004 00:01 Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala. Nám Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala.
Nám Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira