Bollywood í Kramhúsinu 28. september 2004 00:01 Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna. Nám Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna.
Nám Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira