Glæsilegur árangur í Aþenu 26. september 2004 00:01 Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu heldur betur góða hluti á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Þeir hafa nú lokið keppni og koma heim með ein gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun og er það glæsilegur árangur svo ekki sé meira sagt. Jón Oddur Halldórsson vann til silfurverðlauna um helgina í 200 metra hlaupi í flokki T-35. Hann hljóp vegalengdina á 27.27 sekúndum og bætti þar með eigið Íslandsmet um 35/100 úr sekúndu og setti um leið Norðurlandamet. Sigurvegari varð Teboho Mokgalagadi, en hann kemur frá Suður-Afríku. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 26.80. Kristín Rós Hákonardóttir varð í fjórða sæti í 50 metra skriðsundi í S-7 flokki en hún kom í mark á 35.47 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 17/100 úr sekúndu. Hin bandaríska, Erin Popovich, sigraði á 34.34 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 8/100 úr sekúndu og voru þetta þriðju gullverðlaun hennar á leikunum. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ólafs Magnússonar, en hann er framkvæmdastjóri Íþróttasambands fatlaðra. "Þetta er án efa besti árangur sem við höfum náð á Ólympíuleikum hingað til, ég tala nú ekki um með tilliti til þess fjölda þátttakenda sem við sendum. Þeir voru þrír að þessu sinni en hafa oft verið á bilinu fimm til tíu. Við getum því ekki verið annað en ánægð með eitt gull og þrjú silfur og í ofanálag eitt Heimsmet og eitt Norðurlandamet. Það er vel hlúð að keppendum okkar enda eiga þeir það svo sannarlega skilið og við finnum fyrir miklum meðbyr hjá almenningi og þykir vænt um það og þökkum fyrir þann stuðning sem okkur hefur verið sýndur." Fréttablaðið heyrði einnig hljóðið í Sveini Áka Lúðvíkssyni, aðalfararstjóra íslenska hópsins og formanni Íþróttasambands fatlaðra. "Við erum alveg í skýjunum með þennan árangur. Við erum auðvitað á Ólympíuleikum og það er aldrei hægt að búast fyrirfram við sigri þar. Það voru 136 þjóðir sem tóku þátt í leikunum, þannig að það er ekki hægt að ganga að neinu gefnu. Við vorum hins vegar búin að gera okkur ákveðnar vonir og það er óhætt að segja að þær hafi ræst," segir Sveinn og bætir því við að öll framkvæmd Grikkjanna hafi verið til fyrirmyndar. "Það er ekki annað hægt en að hrósa þeim, allt skipulag hefur verið til sóma og þessir Ólympíuleikar hafa verið hið besta mál á allan hátt," sagði Sveinn Áki Lúðvíksson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira