Upplifði ævintýrið í Aþenu 19. september 2004 00:01 "Þetta var bara æðislegt frá a til ö," segir Margrét R. Jónasdóttir, förðunarfræðingur hjá Mac, sem upplifði ævintýri lífs síns þegar hún var ráðin til að farða listafólkið sem kom fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu. "Í fyrsta lagi var svo gaman að upplifa hvað allir voru glaðir og jákvæðir, ekki síst Grikkirnir sjálfir, sem höfðu lagt allt í að gera leikana sem glæsilegasta. Og svo var ólýsanlega skemmtilegt að fá að vera þátttakandi í förðuninni og undirbúningnum fyrir opnunarhátíðina." Gríðarlegur hiti var í Aþenu þegar leikarnir voru haldnir og daginn sem opnunarhátíiðin var haldin keyrði um þverbak. "Ég skil núna af hverju fólk í heitum löndum tekur síestur," segir Margrét hlæjandi. "Við æfðum í marga daga fyrir hátíðina og aðaláherslan var á að samræma þannig að allir væru að gera eins. Það var ákveðið þema í gangi og það þurfti að æfa allt oft og mörgum sinnum. Þeir sem sáu um sjónvarpsupptökurnar komu daglega til að biðja um minna silfur, meira gull eða ný litbrigði og það var verið að breyta og bæta fram á síðustu stundu." Margrét segist ekki hafa farðað neina fræga í Grikklandi nema Grikkina sjálfa sem eru frægir í sínu heimalandi en minna annars staðar. "Ég sá ekki um förðun á Björk í Aþenu, en hlotnaðist hins vegar sá heiður að farða hana í síðustu viku fyrir nýjasta myndbandið hennar sem var tekið upp á Mýrdalssandi. Jú, hún er sú frægasta sem ég hef farðað," segir Margrét. "Hún er náttúrlega svo ofboðslega fræg þó okkur finnist hún alltaf vera bara stelpan okkar." Þeir hjá Mac í New York tókust á loft eftir að Margrét farðaði Björk og vildu vita allt um hvaða efni og liti hún notaði. "Þeir bíða spenntir og ég sagði auðvitað Björk að hún gæti fengið förðunarmeistara frá Mac hvar sem hún væri stödd í heiminum," segir Margrét og vonar að Björk muni nýta sér það. Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Þetta var bara æðislegt frá a til ö," segir Margrét R. Jónasdóttir, förðunarfræðingur hjá Mac, sem upplifði ævintýri lífs síns þegar hún var ráðin til að farða listafólkið sem kom fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu. "Í fyrsta lagi var svo gaman að upplifa hvað allir voru glaðir og jákvæðir, ekki síst Grikkirnir sjálfir, sem höfðu lagt allt í að gera leikana sem glæsilegasta. Og svo var ólýsanlega skemmtilegt að fá að vera þátttakandi í förðuninni og undirbúningnum fyrir opnunarhátíðina." Gríðarlegur hiti var í Aþenu þegar leikarnir voru haldnir og daginn sem opnunarhátíiðin var haldin keyrði um þverbak. "Ég skil núna af hverju fólk í heitum löndum tekur síestur," segir Margrét hlæjandi. "Við æfðum í marga daga fyrir hátíðina og aðaláherslan var á að samræma þannig að allir væru að gera eins. Það var ákveðið þema í gangi og það þurfti að æfa allt oft og mörgum sinnum. Þeir sem sáu um sjónvarpsupptökurnar komu daglega til að biðja um minna silfur, meira gull eða ný litbrigði og það var verið að breyta og bæta fram á síðustu stundu." Margrét segist ekki hafa farðað neina fræga í Grikklandi nema Grikkina sjálfa sem eru frægir í sínu heimalandi en minna annars staðar. "Ég sá ekki um förðun á Björk í Aþenu, en hlotnaðist hins vegar sá heiður að farða hana í síðustu viku fyrir nýjasta myndbandið hennar sem var tekið upp á Mýrdalssandi. Jú, hún er sú frægasta sem ég hef farðað," segir Margrét. "Hún er náttúrlega svo ofboðslega fræg þó okkur finnist hún alltaf vera bara stelpan okkar." Þeir hjá Mac í New York tókust á loft eftir að Margrét farðaði Björk og vildu vita allt um hvaða efni og liti hún notaði. "Þeir bíða spenntir og ég sagði auðvitað Björk að hún gæti fengið förðunarmeistara frá Mac hvar sem hún væri stödd í heiminum," segir Margrét og vonar að Björk muni nýta sér það.
Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira