Erlent

Neyðarástand í þremur ríkjum

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída, Louisiana og Alabama og að minnsta kosti tvær milljónir manna eru hvattar til að yfirgefa heimili sín af ótta við að fellibylurinn Ívan gangi þar yfir. Gríðarlega þung umferð er frá þessum svæðum og miklar teppur hafa myndast. Flugvöllum hefur jafnframt verið lokað. Talið er að fellibylurinn nái hámarki sínu þar snemma á morgun og er líklegt að hann verði enn í hæsta styrkleikaflokki eða nái allt að 257 kílómetrum á klukkustund. Íbúar í New Orleans eru óttaslegnir þar sem borgin er undir sjávarmáli og þar er því einstaklega mikil flóðahætta. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×