Menning

Námskeið í notkun hjólastóla

Hvernig kemst maður upp og niður stiga, yfir kanta og áfram í þrengslum þegar maður er í hjólastól? Og hvað gerir maður ef maður dettur um koll? Þetta og margt annað í sama dúr var kennt á námskeiði á Reykjalundi í lok síðustu viku. Þar fengu átta mænuskaðaðir einstaklingar og átta fagmenn sem starfa með fötluðum að æfa sig og þeir fóru ekki úr stólunum í þrjá daga nema til að sofa. Það voru Sólveig Sverrisdóttir sjúkraþjálfari í Gáska og Sigþrúður Loftsdóttir iðjuþjálfi á Grensási sem komu námskeiðinu á fót og fengu tvo væna Svía sem báðir heita Per til að koma og kenna. "Þetta er bara spurning um tækni," segir Per Jameson, sem kveðst vilja gera alla hjólastólanotendur sem sjálfstæðasta. "Við erum að sýna fólki hvernig hægt er að vera virkir einstaklingar í hjólastól. Hvernig hægt er að stunda ýmsar íþróttir og hvernig best er að halda jafnvægi við erfiðar aðstæður, svo nokkuð sé nefnt." Svíarnir byrjuðu á að halda fyrirlestra sem voru vel sóttir og síðan tóku verklegar æfingar við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×