Viðskiptaháskólinn á Bifröst 1. september 2004 00:01 "Hjá okkur er um tvenns konar nám með starfi að ræða í Viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst," segir Magnús Árni Magnússon deildarforseti og lýsir því nánar. "Það er í fyrsta lagi að taka þriðja árið til BS gráðu í fjarnámi á hálfum hraða. Þetta hefur verið í boði býsna mörg ár og yfirleitt eru um 50 manns í því. Síðan er það meistaranámið sem byrjaði í fyrrasumar. Það er þannig uppbyggt að menn koma í fimm vikna sumarlotu og eru svo í fjarnámi í framhaldi af því. Langflestir vinna með en nota sumarfríið í að koma á Bifröst og taka gjarnan fjölskylduna með sér í sveitasæluna. Við erum núna með 75 manns í meistaranámi, þar af byrjuðu 50 í sumar. Þar erum við með tvær námsgráður í boði. Annars vegar MS gráðu í viðskiptafræði, hagfræði eða einhverju slíku og hins vegar MA í því sem við köllum hagnýt hagvísindi. Þar er hægt að velja hagfræðibraut, Evrópufræði, stjórnsýslufræði, nýsköpun og frumkvöðlafræði og fleira. Það sem hefur slegið mest í gegn er ný leið sem við fórum af stað með í sumar í samvinnu við Reykjavíkurakademíuna og heitir Menningar- og menntastjórnun. Hún er fyrir fólk sem vill stjórna einhvers konar stofnunum sem miðla menningu á einn eða annan hátt. Sú braut fékk alveg ótrúlega góðar viðtökur og hálf menningarelíta þjóðarinnar sat hér á skólabekk í sumar. Það var alveg magnað." Nám Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Hjá okkur er um tvenns konar nám með starfi að ræða í Viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst," segir Magnús Árni Magnússon deildarforseti og lýsir því nánar. "Það er í fyrsta lagi að taka þriðja árið til BS gráðu í fjarnámi á hálfum hraða. Þetta hefur verið í boði býsna mörg ár og yfirleitt eru um 50 manns í því. Síðan er það meistaranámið sem byrjaði í fyrrasumar. Það er þannig uppbyggt að menn koma í fimm vikna sumarlotu og eru svo í fjarnámi í framhaldi af því. Langflestir vinna með en nota sumarfríið í að koma á Bifröst og taka gjarnan fjölskylduna með sér í sveitasæluna. Við erum núna með 75 manns í meistaranámi, þar af byrjuðu 50 í sumar. Þar erum við með tvær námsgráður í boði. Annars vegar MS gráðu í viðskiptafræði, hagfræði eða einhverju slíku og hins vegar MA í því sem við köllum hagnýt hagvísindi. Þar er hægt að velja hagfræðibraut, Evrópufræði, stjórnsýslufræði, nýsköpun og frumkvöðlafræði og fleira. Það sem hefur slegið mest í gegn er ný leið sem við fórum af stað með í sumar í samvinnu við Reykjavíkurakademíuna og heitir Menningar- og menntastjórnun. Hún er fyrir fólk sem vill stjórna einhvers konar stofnunum sem miðla menningu á einn eða annan hátt. Sú braut fékk alveg ótrúlega góðar viðtökur og hálf menningarelíta þjóðarinnar sat hér á skólabekk í sumar. Það var alveg magnað."
Nám Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira