Menningarstjórnun á Bifröst 1. september 2004 00:01 "Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið. Nám Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið.
Nám Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira