Menning

Fljúgandi fiskar og vinnugleði

Í Seattle er heimsfrægur fiskmarkaður sem kallast Pike Place og öðlaðist frægð sína fyrst og fremst vegna sérstaks viðhorfs fisksalanna til vinnu sinnar og viðskiptavina. Þeir settu sér það takmark að ná heimsfrægð án þess þó að eyða stórfé í auglýsingar heldur leggja sig alla fram við að gera heimsókn til þeirra einstaka hvort sem fólk keypti hjá þeim fisk eða ekki. Þeir settust niður og settu sér nokkar vinnureglur sem þeir fylgja í einu og öllu. Þær eru aðallega fjórar og eru þær eftirfarandi: "leiktu þér", "gerðu einhverjum glaðan dag", "veldu þér viðhorf" og "vertu á staðnum". Gestir flykkjast á markaðinn alls staðar að úr heiminum til að sjá vinnuglaða fisksalana kasta á milli sín fisknum til að skemmta fólki og upplifa einstakt viðhorf þeirra og gleði. Stephen Lundin kvikmyndagerðarmaður álpaðist á markaðinn einn daginn eftir erfiðar tökur og varð heillaður. Eftir hann liggur nú bókin Fish! sem fjallar um þennan sérstaka markað og hvernig fólk geti tekið sér fisksalana til fyrirmyndar í starfi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×