Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum." Atvinna Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum."
Atvinna Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira