Menning

Olga Lilja þrettán ára

"Það er svolítið öðruvísi að byrja í áttunda bekk. Ég hlakka svo sem ekkert sérstaklega til -- bara alveg eins. Mig langar alveg að vera lengur í sumarfríi. Sumarfríið er orðið svo stutt því það er búið að lengja skólaárið. Ég kvíði ekkert sérstaklega fyrir samræmdu prófunum. Ég ætla bara að passa mig á því að læra vel. Mér finnst skemmtilegast í listrænu greinunum eins og smíði og myndlist. Ég veit samt ekkert hvað ég ætla að læra í framtíðinni. Það kemur í ljós seinna. Ég er ekkert skóladót búin að kaupa þar sem ég nota örugglega skóladótið síðan í fyrra. Ég hef verið í Hlíðaskóla síðan í fyrsta bekk þannig að ég þekki alla. Allir vinir mínir eru þar. En ég er strax farin að hlakka til jólafrísins."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×