Innlent

Nauðganirnar ekki kærðar

Tvær nauðganir sem tilkynntar voru um verslunarmannahelgina hafa ekki verið kærðar til lögreglu. Í Vestmannaeyjum var ein nauðgun tilkynnt til neyðarmóttöku en hún var ekki kærð til lögreglu. Á Akureyri var lögreglu tilkynnt um eina nauðgun en stúlkan sem var nauðgað fór til síns heima án þess að kæra og ekki hefur verið haft frekara samband við lögregluna á Akureyri vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×