Innlent

Lugu til um þjóðerni

Búlgörskum hjónum með tvær dætur var synjað um hæli í fyrrakvöld. Fjölskyldan kom hingað til lands á fimmtudag með Norrænu frá Noregi og gáfu sig fram við lögregluna á Egilsstöðum þar sem þau sóttu um hæli. Fjölskyldan sagðist vera frá Albaníu en þegar betur var að gáð reyndust þau öll vera með fullgild vegabréf frá Búlgaríu. Hælisbeiðnin fékk flýtimeðferð hjá Útlendingastofnun. Þótti ástand í Búlgaríu ekki vera með þeim hætti að fjölskyldunni yrði veitt hæli hér á landi. Fjölskyldan verður send til heimalands síns með fyrstu mögulegu ferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×