Ekki áfellisdómur yfir nefndinni 27. júlí 2004 00:01 Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stjórnarmaður í eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja vísar því alfarið á bug að nefndin eigi að bera halla af því að hafa ekki, sem skyldi, séð um fjárreiður eftirmenntunarsjóðsins og fylgst með verkum fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Hann segist ekki líta svo á að dómur Héraðsdóms frá í gær sé áfellisdómur yfir starfi nefndarinnar. Héraðsdómur sýknaði í gær Jón Árna Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, af ákæru um að hafa dregið sér tæplega 29 milljónir króna af svokölluðu endurmenntunargjaldi, sem átti að ganga til reksturs Rafiðnaðarskólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði, meðan hann gegndi starfi skólastjórans á tímabilinu 1994 til 2001. Hann var hins vegar fundinn sekur um skjalafals og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa breytt fjárhæð á pöntunareyðiblaði, úr 150 þúsund krónum í 450 þúsund. Dómurinn nú er ekki hvað síst athyglisverður fyrir þær sakir að í maí í fyrra dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur í einkamáli, sem eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja höfðaði gegn skólastjóranum fyrrverandi, og var hann þá dæmdur til þess að endurgreiða nefndinni um 32 milljónir króna. Í dóminum frá í gær segir meðal annars að samræmingu og eftirlit hafi skort í ákvörðun um launagreiðslur til hans af hálfu nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja. Það hafi ótvírætt verið í verkahring þeirra að fylgjast með verkum ákærða og sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs, en þessu hafi ekki verið fylgt og af því yrði eftirmenntunarnefndin að bera halla. Sveinn Jónsson, stjórnarmaður í nefndinni á þeim tíma þegar Jón Árni var skólastjóri Rafiðnaðarskólans, vísar þessu algjörlega á bug. Hann segir nefndina vera skipaða fjórum mönnum sem eru félagskosnir, tveimur frá félögum launþega og tveimur frá félögum atvinnurekenda, og að hlutverk þeirra í endurmenntunarnefdinni sé faglegt en ekki fjármálalegt. Að sögn Sveins tók Rafiðnaðarskólinni við rekstrarformi nefndarinnar árið 1993 og þá hafi Jón Árni farið á launaskrá hjá skólanum. Eftir það hafi nefndin ekki haft nein fjárráð eða bókhald með höndum. Í yfirlýsingu frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, vegna málsins segir að það hljóti að vera mönnum umhugsunarefni að nú liggi fyrir tveir ólíkir dómar í málinu en þetta séu verkefni sem Hæstiréttur verði að kveða á um. Í yfirlýsingunni er meðal annars bent á að skólastjórinn fyrrverandi, sem dæmdur var fyrir skjalafals, haldi því fram að um sé að ræða launagreiðslur en engir launamiðar hafi verið lagðir fram og ekkert hafi verið gefið upp til skatts. Auk þess er bent á að Jón Árni hafi tilkynnt skattstjóra það sérstaklega árið 1993 að eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja væri ekki launagreiðandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Svein Jónsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira