Erlent

14 dóu í lestarslysi í Tyrklandi

Lest og lítil rúta skullu saman á lestarteinum í vesturhluta Tyrklands í dag með þeim afleiðingum að fjórtán manns létu lífið og sex slösuðust, að sögn Anatolia-fréttastofunnar. Allir þeir sem létu lífið eða slösuðust voru um borð í rútunni, þ.á m. fimm börn. Tildrög slyssins eru ekki ljós en rútan var að aka yfir teinana. Sum lestarvegamót í Tyrklandi eru ekki með rafrænu merkjakerfi og því þurfa ökumenn að kanna sjálfir hvort lest sé á leiðinni áður en þeir aka yfir teinana. Þetta er annað mannskæða lestarslysið í Tyrklandi á nokkrum dögum. Á fimmtudag fór hraðlest á leið frá Istanbúl til Ankara út af sporinu með þeim afleiðingum að 37 manns létu lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×