Menning

Aukin áhætta á streitu

Þau störf sem valda hve mestri streitu byggjast uppá miklum samskiptum við almenning, samkvæmt nýrri könnun. 25.000 manns tóku þátt í könnunni í 26 mismunandi störfum og var hún framkvæmd í Bretlandi. Könnunin leiddi í ljós að þeir starfsmenn sem hafa bein samskipti við viðskiptavini eru líklegri til að þjást af streitu en yfirmenn þeirra. Sjúkraliðar er sú starfsstétt sem þjáist mest af streitu, en næst á eftir þeim eru kennarar og félagsráðgjafar. Þeir sem eru hærra settir fá meiri gleði úr vinnu sinni, eru hraustari og þjást af minni streitu. Þeir yfirmenn sem eru undir miklu álagi af samstarfsfélögum en eru ekki í beinu sambandi við viðskiptavini eru mjög ólíklegir til að þjást af þessu streituvandamáli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×