Menning

Starf og nám í hjúkrun

Starfið Hjúkrunarfræðingar vinna á sjúkrahúsum og við heilsugæslu að allri almennri aðhlyninngu og fræðslu. Margir hjúkrunarfræðingar vinna einnig að heilbrigðisrannsóknum, bæði hjá ríkinu og hjá einkafyrirtækjum og við stjórnunarstörf í heilbrigðisgeiranum. Inntökuskilyrði Inntökuskilyrði í hjúkrunarfræði er að öllu jöfnu stúdentspróf. Þó eru gerðar undantekningar ef viðkomandi er eldri en 25 ára og hefur a.m.k fimm ára starfsreynslu úr heilbrigðis-eða félagsgreinum. Námið fer fram á íslensku en langmest námsefni er á ensku eða norðurlandamálum svo góð undirstaða í tungumálum er nauðsynleg. Að auki er krafist staðgóðrar þekkingar á líffræði og efnafræði og boðið upp á sumarnámskeið í þeim greinum áður en nám hefst á fyrsta ári. Inntökupróf Í lok haustmisseris fyrsta árs er samkeppnispróf úr fjórum námsgreinum. Prófað er úr félagsfræði, lífefnafræði, líffærafræði og sálfræði. Þeir sem fá bestu niðurstöðurnar úr prófunum fá að halda áfram námi. Fjöldi þeirra sem komast inn í deildina er breytilegur en undanfarin ár hefur u.þ.b. helmingur haldið áfram. Námið Námið tekur fjögur ár og lýkur með B.S. gráðu í hjúkrunarfræði. Námið skiptist í raunvísindi, hug-og félagsvísindagreinar og hjúkrunarfræðigreinar. Að auki er verklegt nám stundað meðfram bóklegu öll fjögur árin. Í Háskólanum á Akureryi eru gerðar kröfur um að verklega námið farið fram um allt land. Á fjórða ári vinna nemendur lokaverkefni ýmist einir eða saman. Réttindi Hjúkrunarfræðinám frá Háskóla Íslands veitir réttindi til allra almennra hjúkrunarstarfa auk stjórnunar- og fræðslustarfa á flestum sviðum heilbrigðisþjónustu.Hjúkrunarnám veitir fjölbreytta atvinnumöguleika bæði hér heima og erlendis enda er námið alþjóðlega viðurkennt og þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga stöðugt að aukast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×