Erlent

350 km langar bílaraðir

350 kílómetra langar raðir bifreiða voru á frönsku hraðbrautunum í dag en þessi helgi er fyrsta stóra ferðahelgi Frakka. Verst er ástandið í suðaustur Frakklandi en þar eru 120 kílómetra langar umferðarteppur. Biðraðirnar mynduðust strax í morgunsárið þegar fólksbíll og rúta lentu saman og leiddi það til 30 kílómetra umferðarteppu. Eins og glöggir lesendur sjá er meðfylgjandi mynd ekki frá Frakklandi heldur Reykjavík. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×