Menning

Atvinnutekjur í aðalstarfi

Atvinnutekjur fólks í aðalstarfi hækka um 4,4 prósent á milli áranna 2002 og 2003. Meðalatvinnutekjur voru 2.636 þúsund krónur árið 2003. Tekjur karla hækkuðu um 3,7 prósent en kvenna um 5,8 prósent. Konur höfðu 61,6 prósent af tekjum karla miðað við sextíu prósent árið 2002. Árið 2003 voru skattskyldar heildaratvinnutekjur 422.3 miljarðar króna samanborið við 405.4 miljarða króna árið 2002. Þar af voru 275.5 miljarðar króna heildartekjur á höfuðborgarsvæðinu árið 2003, eða rúm 65 prósent tekna. Atvinnutekjur eru skilgreindar sem beinar skattskyldar launagreiðslur fyrir vinnuframlag í aðalstarfi auk skattskyldra dagpeninga og ökutækjastyrks.  Hagstofa Íslands birtir nú þessar tölur í annað sinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×