Erlent

Aftaka fordæmd

Þjóðarleiðtogar víðs vegar um heiminn fordæmdu í gær morðið á suður-kóreska gíslinum Kim Sun-il í Írak. Stjórnvöld í Japan og Ástralíu, sem staðið hafa við bak Bandaríkjamanna síðan ráðist var inn í Írak, hrósuðu suður-kóreskum stjórnvöldum fyrir að neita að mæta kröfum mannræningjanna um að hætta yrði við fyrirhugaðan flutning hersveita til Íraks. Hópur íslamskra hryðjuverkamanna hefur lýst yfir ábyrgð á aftökunni. Sami hópur tók Bandaríkjamann af lífi í síðasta mánuði og hótar nú að ráða forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar af dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×