Lét hafið vinna fyrir sig 14. júní 2004 00:01 "Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég hef unnið svo mikið með sjóinn að í þetta skiptið langaði mig að fá sjóinn í samvinnu við mig og láta hann vinna fyrir mig," segir Marisa Navarro Arason ljósmyndari, sem hefur opnað ljósmyndasýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hún hefur tekið fjölmargar ljósmyndir af hafinu í ýmsum birtingarmyndum þess og meðal annars sýnt þær myndir í Bologna á Ítalíu árið 2000 á sýningu sem hét Óratoría hafsins. "Þarna sýndi ég karakter hafsins og breytileg form þess, öldur og brim og skap hafsins." Ári síðar tók hún þátt í samsýningu í Hallormsstaðarskógi þar sem hún hafði tekið myndir af hafsbotninum og sýndi þær í kössum sem voru fylltir af vatni. Ennfremur sýndi hún árið 2001 í listamiðstöðinni Straumi ljósmyndir af þara og öðrum gróðri í sjónum, þannig að hafið hefur verið henni mög hugleikið í ljósmyndum. "En núna á þessari sýningu í Hafnarborg fékk ég hafið til liðs við mig þannig að ég tók gamlar ljósmyndir og lét þær liggja í sjó í mismunandi langan tíma." Smám saman fóru myndirnar að grotna niður og leysast upp. Pappírinn fór að springa og litirnir að blandast saman. Á endanum breyttust þessar gömlu ljósmyndir í alveg nýjar myndir, sem næstu vikurnar verða til sýnis í Hafnarborg. "Ég hjálpaði til með því að pressa myndirnar og þurrka þær. Stundum tókst þetta og stundum ekki. Ég þurfti að henda mörgum myndunum vegna þess að þær urðu bara ónýtar." Stundum tókst þó vel til og útkoman er alveg einstök. Myndirnar hefur Marisa stækkað og látið prenta. "Þetta eru upphaflega ljósmyndir sem ég tók þegar ég var nýkomin til Íslands. Mér finnst ljósmyndir alltaf vera eins og frosin augnablik. Þegar ég tek myndir er ég að frysta augnablikið, en svo þegar þessar gömlu myndir mínar leysast upp og sundrast fyrir framan mig er það sama að gerast og þegar tíminn sem við lifum í núna leysist upp og sundrast." Marisa er frá Barcelona á Spáni, en kom hingað fyrst fyrir um 25 árum. Hér hefur hún búið síðan, að undanskildum sex árum þegar hún var á Spáni að læra ljósmyndun.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Fleiri fréttir Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning