Skin og skúrir í Vestmannaeyjum 1. ágúst 2004 00:01 Vinsælasta útihátíðin þetta árið er hátíðin Ein með öllu á Akureyri en talið er að um 16 þúsund gestir séu í bænum þessa Verslunarmannahelgi. Ágætis veður hefur verið fyrir norðan sem skýrir án efa aðsóknina. Bragi Bergmann sem er í forsvari fyrir hátíðina segir með ólíkindum hve vel allt hafi gengið. Það hafi verið talsverð ölvun sem hægt hafi verið að búast við miðað við fjölda gesta. Bragi taldi að þetta væri stærsta úthátíð sem haldin hefur verið hér á landi. Tólf eða fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp, en þau hafi öll verið minni háttar. Þrír voru teknir fyrir grun um ölvun við akstur. Vestmanneyingar eru þekktir fyrir að vera ánægðir með sína Þjóðhátíð sama á hverju gengur. Um sjö þúsund manns eru á Þjóðhátíð og lék veðrið við gesti í gær. Í morgun var rigning og slagviðri en nú er hins vegar farið að stytta upp og heiðskýr himinn blasir við gestum Herjólfsdals. Páll Scheving er framkvæmdastjóri ÍBV, sagði vonda veðrið ekki hafa skollið á fyrr en seint um nóttina og íþróttahúsið var opnað í morgun fyrir þá sem vildu leita skjóls. Tíu þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki nú um helgina. Þar hefur allt verið með friði og spekt og fólk virðist hafa skemmt sér hið besta í ljómandi veðri. Unglingarnir hafa keppt í hinum ýmsustu íþróttagreinum og boðið hefur verið upp á skemmtanir á kvöldin en allt gengið áfallalaust fyrir sig að sögn mótshaldarar. Í morgun var blankalogn á Sauðarkróki og rjómablíða. Mótinu lýkur í kvöld með flugeldasýningu. Hátíðin Neistaflug er haldin í Nesskaupsstað um helgina og eru þar á þriðja þúsund aðkomumenn að sögn lögreglu. Þar eins og annars staðar virðast hátíðahöld hafa gengið vel og allir skemmt sér í mesta bróðerni. Þeir höfuðborgarbúar sem ákváðu að sitja heima höfðu nóg við að vera en aðsóknarmet var sett í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Þangað komu 17 þúsund gestir í gær, tvö þúsund yfir daginn og fimmtán þúsund manns hlýddu á Stuðmenn spila um kvöldið. Veður var gott og allir skemmtu sér hið besta að sögn viðmælenda fréttastofu. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Vinsælasta útihátíðin þetta árið er hátíðin Ein með öllu á Akureyri en talið er að um 16 þúsund gestir séu í bænum þessa Verslunarmannahelgi. Ágætis veður hefur verið fyrir norðan sem skýrir án efa aðsóknina. Bragi Bergmann sem er í forsvari fyrir hátíðina segir með ólíkindum hve vel allt hafi gengið. Það hafi verið talsverð ölvun sem hægt hafi verið að búast við miðað við fjölda gesta. Bragi taldi að þetta væri stærsta úthátíð sem haldin hefur verið hér á landi. Tólf eða fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp, en þau hafi öll verið minni háttar. Þrír voru teknir fyrir grun um ölvun við akstur. Vestmanneyingar eru þekktir fyrir að vera ánægðir með sína Þjóðhátíð sama á hverju gengur. Um sjö þúsund manns eru á Þjóðhátíð og lék veðrið við gesti í gær. Í morgun var rigning og slagviðri en nú er hins vegar farið að stytta upp og heiðskýr himinn blasir við gestum Herjólfsdals. Páll Scheving er framkvæmdastjóri ÍBV, sagði vonda veðrið ekki hafa skollið á fyrr en seint um nóttina og íþróttahúsið var opnað í morgun fyrir þá sem vildu leita skjóls. Tíu þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki nú um helgina. Þar hefur allt verið með friði og spekt og fólk virðist hafa skemmt sér hið besta í ljómandi veðri. Unglingarnir hafa keppt í hinum ýmsustu íþróttagreinum og boðið hefur verið upp á skemmtanir á kvöldin en allt gengið áfallalaust fyrir sig að sögn mótshaldarar. Í morgun var blankalogn á Sauðarkróki og rjómablíða. Mótinu lýkur í kvöld með flugeldasýningu. Hátíðin Neistaflug er haldin í Nesskaupsstað um helgina og eru þar á þriðja þúsund aðkomumenn að sögn lögreglu. Þar eins og annars staðar virðast hátíðahöld hafa gengið vel og allir skemmt sér í mesta bróðerni. Þeir höfuðborgarbúar sem ákváðu að sitja heima höfðu nóg við að vera en aðsóknarmet var sett í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Þangað komu 17 þúsund gestir í gær, tvö þúsund yfir daginn og fimmtán þúsund manns hlýddu á Stuðmenn spila um kvöldið. Veður var gott og allir skemmtu sér hið besta að sögn viðmælenda fréttastofu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira