Norðmenn telja sig í fullum rétti 14. júlí 2004 00:01 Réttur Norðmanna til að setja reglur um fiskveiðar kringum Svalbarða er skýr og í fullu samræmi við alþjóðleg lög og reglur. Þetta er svar norska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna deilu þeirrar er uppi er milli Noregs og Íslands um rétt til fiskveiða innan lögsögu Svalbarða. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur fengið sömu svör og þar skoða menn nú alla möguleika hvað varðar næstu skref í deilunni og lögsókn hugsanleg. Deilan snýst um reglugerð sem Norðmenn settu þann 14. júní. Þar er þeim ríkjum er aðild eiga að stofnsamningi Svalbarða veitt leyfi til veiða á 80 þúsund tonnum af síld á afmörkuðum hluta svæðisins. Íslensk stjórnvöld telja Norðmenn ekki hafa heimild til að ráðskast með hafsvæðið umhverfis Svalbarða eins og hvert annað norskt hafsvæði. Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins, útilokar ekki málshöfðun en segir að verið sé að skoða alla möguleika. "Sjónarmið Norðmanna koma ekki á óvart. Þjóðirnar greinir á um túlkun á samningnum og þess vegna er ekki um það að ræða að við komumst að sameiginlegri niðurstöðu." Innan sjávarútvegsráðuneytisins hafa farið fram fundir vegna málsins að undanförnu með Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Útvegsmenn vilja undantekningarlaust að gripið verði til aðgerða því fyrr fáist ekki lausn í málið. Sjávarútvegsráðherra hefur ekki viljað tjá sig um málið þrátt fyrir fyrirspurnir. Athygli vekur að samkvæmt annál Þjóðhagsstofnunar frá árinu 1994 segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt þann 22. mars það ár að sækja um aðild að Svalbarðasamkomulaginu en aðildin veiti þó ekki sjálfkrafa rétt til veiða á hafsvæðinu umhverfis Svalbarða. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segist ekki skilja hvað sú stofnun hafi verið að fara með slíkar yfirlýsingar en bendir á að margvísleg önnur atriði hafi áhrif á samninginn um Svalbarða. "Það verður að taka tillit til hvað hefur átt sér stað síðan samningurinn var gerður. Samkvæmt honum er réttur allra aðildarþjóða sá sami en það skiptir máli hvort þjóðirnar eru strandríki eða hvort hefð sé fyrir veiðum á þessu svæði og þar fram eftir götunum." Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Réttur Norðmanna til að setja reglur um fiskveiðar kringum Svalbarða er skýr og í fullu samræmi við alþjóðleg lög og reglur. Þetta er svar norska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurnum Fréttablaðsins vegna deilu þeirrar er uppi er milli Noregs og Íslands um rétt til fiskveiða innan lögsögu Svalbarða. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur fengið sömu svör og þar skoða menn nú alla möguleika hvað varðar næstu skref í deilunni og lögsókn hugsanleg. Deilan snýst um reglugerð sem Norðmenn settu þann 14. júní. Þar er þeim ríkjum er aðild eiga að stofnsamningi Svalbarða veitt leyfi til veiða á 80 þúsund tonnum af síld á afmörkuðum hluta svæðisins. Íslensk stjórnvöld telja Norðmenn ekki hafa heimild til að ráðskast með hafsvæðið umhverfis Svalbarða eins og hvert annað norskt hafsvæði. Gunnar Pálsson, skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins, útilokar ekki málshöfðun en segir að verið sé að skoða alla möguleika. "Sjónarmið Norðmanna koma ekki á óvart. Þjóðirnar greinir á um túlkun á samningnum og þess vegna er ekki um það að ræða að við komumst að sameiginlegri niðurstöðu." Innan sjávarútvegsráðuneytisins hafa farið fram fundir vegna málsins að undanförnu með Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Útvegsmenn vilja undantekningarlaust að gripið verði til aðgerða því fyrr fáist ekki lausn í málið. Sjávarútvegsráðherra hefur ekki viljað tjá sig um málið þrátt fyrir fyrirspurnir. Athygli vekur að samkvæmt annál Þjóðhagsstofnunar frá árinu 1994 segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt þann 22. mars það ár að sækja um aðild að Svalbarðasamkomulaginu en aðildin veiti þó ekki sjálfkrafa rétt til veiða á hafsvæðinu umhverfis Svalbarða. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segist ekki skilja hvað sú stofnun hafi verið að fara með slíkar yfirlýsingar en bendir á að margvísleg önnur atriði hafi áhrif á samninginn um Svalbarða. "Það verður að taka tillit til hvað hefur átt sér stað síðan samningurinn var gerður. Samkvæmt honum er réttur allra aðildarþjóða sá sami en það skiptir máli hvort þjóðirnar eru strandríki eða hvort hefð sé fyrir veiðum á þessu svæði og þar fram eftir götunum."
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira