Engar undanþágur 28. september 2004 00:01 Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. Umsóknum Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla var meðal þeirra fjögurra sem frestað var til vikuloka. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir það vonbrigði. Frestunin hafi ekki komið sér á óvart. "Það lá í loftinu að verkfallsstjórnin ætlaði að endurskoða hlutina fram undir næstu helgi. Þá gat maður getið sér til að beðið væri eftir niðurstöðu samningafundarins á fimmtudag," segir Einar. Sigurður segir að tveimur umsóknum hafi verið frestað því fulltrúi kennara hafi viljað lengri umþóttunartíma og einni þar sem upplýsingar vantaði. Fjórum beiðnum, sem allar voru endurteknar eða ítrekaðar beiðnir, hafi hins vegar verið frestað til vikuloka í von kennara um að verkfallið leysist. Einar segir undanþáguumsóknina hafa verið víðtækari nú en í fyrra skiptið: "Ég óskaði eftir því í umsókn minni nú að litið væri heildstætt á aðstæður nemendanna og fjölskyldna þeirra. Þegar rætt er um neyðarástand tel ég að við getum öll verið sammála um að neyðin brennur á foreldrunum og systkinunum. Það er ekki bara hinn fatlaði sem líður fyrir verkfallið. Það er miklu stærri hópur." Einar segir að í verkfalli kennara árið 1995 hafi undanþága fengist fyrir einhverfa nemendur skólans. Hann hafi þó ekki hugsað sér að sækja aðeins um undanþágu fyrir hluta nemenda skólans verði umsókninni hafnað í vikulok. "Verkfallið bitnar mjög illa á börnum með einhverfu. En það bitnar einnig illa á mörgum öðrum nemendum sem eru alvarlega þroskaheftir en hafa ekki greinst með einhverfu," segir Einar: "Sinna þarf börnunum mjög mikið. Kennsluúrræði fyrir þau eru mjög sérhæfð." Sigurður segir að ekki hafi verið um mörg börn að ræða í þeim undanþágubeiðnum sem hafi verið hafnað. Kennslubeiðnirnar hafi helst verið fyrir einhverf börn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Þremur nýjum umsóknum til undanþágunefndar kennara og sveitarfélaganna var hafnað í gær. Sjö öðrum beiðnum var frestað af mismunandi ástæðum, segir Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur sem situr í nefndinni fyrir sveitarfélögin. Umsóknum Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla var meðal þeirra fjögurra sem frestað var til vikuloka. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir það vonbrigði. Frestunin hafi ekki komið sér á óvart. "Það lá í loftinu að verkfallsstjórnin ætlaði að endurskoða hlutina fram undir næstu helgi. Þá gat maður getið sér til að beðið væri eftir niðurstöðu samningafundarins á fimmtudag," segir Einar. Sigurður segir að tveimur umsóknum hafi verið frestað því fulltrúi kennara hafi viljað lengri umþóttunartíma og einni þar sem upplýsingar vantaði. Fjórum beiðnum, sem allar voru endurteknar eða ítrekaðar beiðnir, hafi hins vegar verið frestað til vikuloka í von kennara um að verkfallið leysist. Einar segir undanþáguumsóknina hafa verið víðtækari nú en í fyrra skiptið: "Ég óskaði eftir því í umsókn minni nú að litið væri heildstætt á aðstæður nemendanna og fjölskyldna þeirra. Þegar rætt er um neyðarástand tel ég að við getum öll verið sammála um að neyðin brennur á foreldrunum og systkinunum. Það er ekki bara hinn fatlaði sem líður fyrir verkfallið. Það er miklu stærri hópur." Einar segir að í verkfalli kennara árið 1995 hafi undanþága fengist fyrir einhverfa nemendur skólans. Hann hafi þó ekki hugsað sér að sækja aðeins um undanþágu fyrir hluta nemenda skólans verði umsókninni hafnað í vikulok. "Verkfallið bitnar mjög illa á börnum með einhverfu. En það bitnar einnig illa á mörgum öðrum nemendum sem eru alvarlega þroskaheftir en hafa ekki greinst með einhverfu," segir Einar: "Sinna þarf börnunum mjög mikið. Kennsluúrræði fyrir þau eru mjög sérhæfð." Sigurður segir að ekki hafi verið um mörg börn að ræða í þeim undanþágubeiðnum sem hafi verið hafnað. Kennslubeiðnirnar hafi helst verið fyrir einhverf börn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira