Erlent

Ítölsku konunum sleppt

Tveimur ítölskum konum sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak var í dag sleppt. Konunum var báðum rænt í byrjun mánaðarins og síðan hafði ekkert heyrst frá þeim. Í síðustu viku var fullyrt á íslamskri vefsíðu að þær hefðu verið drepnar, en í dag var þeim skilað ósködduðum. Að auki var þremur Egyptum, sem rænt var fyrr í mánuðinum, sleppt. Alls var sex rænt en fjórum hefur verið sleppt. Engar fregnir hafa hins vegar borist af breska gíslinum Kenneth Bigley, sem mannræningjar hóta að skera á háls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×