Erlent

Réttarhöldum Milosevic frestað

Vörn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í réttarhöldunum yfir honum fyrir stríðglæpadómstólnum í Haag hefur aftur verið frestað, nú til 31. ágúst. Ástæðan er sögð vera heilsufar Milosevic en blóðþrýstingur hans er víst mjög hár þessa dagana. Vörnin átti fyrst að hefjast í fyrradag en var frestað fram á mánudag. Nú hefur réttarhöldunum hins vegar verið frestað í sex vikur í viðbót. Eins og kunnugt er flytur forsetinn fyrrverandi mál sitt sjálfur en hann er ákærður fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi á Balkanskaganum á 10. áratugnum.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×