Bíó og sjónvarp

Kaldaljós kom sá og sigraði

Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson krækti í fimm verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hótel Nordica. Kaldaljós var valin mynd ársins, Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn og Kristbjörg Kjeld besta leikkonan í aukahlutverki. Hilmar Oddsson fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn Kaldaljóss og Sigurður Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð og mynd.

Þátturinn Sjálfstætt fólk sem sýndur er á Stöð 2, í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar og Steingríms Þórðarsonar, var valinn besti sjónvarpsþátturinn og Spaugstofan þótti besti skemmtiþátturinn í sjónvarpi.

Sjónvarpsmaður ársins var einnig valinn í gær eftir langar og strangar kosningar. Almenningur gat valið úr hópi 38 sjónvarpsmanna á Vísi og í könnun sem Gallup gerði. Fimm sjónvarpsmenn stóðu upp úr eftir það; Auðunn Blöndal, Edda Andrésdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Ómar Ragnarsson og Sverrir Þór Sverrisson, og kusu sjónvarpsáhorfendur um hvert þeirra skyldi hreppa titilinn eftirsótta með SMS-kosningu. Það var síðan Ómar Ragnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari.

Páll Steingrímsson fékk heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar "fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildarmynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi," eins og segir í ummælum dómnefndar.

Hátíðin var sem fyrr segir haldin á Hótel Nordica og voru Kristján Kristjánsson sjónvarpsmaður og Helga Braga Jónsdóttir leikkona kynnar. Sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólk flykktist á hátíðina og skemmti sér vel fram eftir kvöldi.

Verðlaunahafar Eddunnar 2004 eru:Heimildarmynd ársins


Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki

Skemmtiþáttur ársins

Blindsker eftir Ólaf Jóhannesson

Ingvar E. Sigurðsson fyrir Kaldaljós

Spaugstofan - RÚVSjónvarpsþáttur ársinsLeikari/leikkona ársins í aukahlutverki


Hljóð og mynd

Sjálfstætt fólk - Stöð 2

Kristbjörg Kjeld fyrir Kaldaljós

Sigurður Sverrir Pálsson fyrir KaldaljósÚtlit myndar

Handrit ársins

Leikstjóri ársins

Helga Rós Hannam fyrir Svínasúpuna

Huldar Breiðfjörð fyrir Næsland

Hilmar Oddsson fyrir KaldaljósBíómynd ársins

Stuttmynd ársins

Leikið sjónvarpsefni ársins

Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson

Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson

Njálssaga eftir Björn Brynjúlf BjörnssonTónlistarmyndband ársins


Heiðursverðlaun

Vinsælasti sjónvarpsmaður ársins

Stop in the name of loveBang Gang. Leikstjóri Ragnar Bragason

Páll Steingrímsson

Ómar Ragnarsson

Frá EDDU-hátíðinni á Nordica HótelMYND/Hari
Ómar Ragnarsson, sjónvarpsmaður ársins 2004MYND/E.Ól.
Þrír þeirrasem kepptu um titilinnMYND/Hari
Hluti Spaugstofumanna ásamt Þorvaldi Bjarna. Spaugstofan var valin skemmtiþáttur ársins í sjónvarpiMYND/Hari
Verðlaun afhent fyrir stuttmynd ársinsMYND/HariFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.