Stefnt fyrir að hygla ættingjum

Evrópusambandið hefur stefnt Edit Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands fyrir mannréttindadómstólinn, vegna ásakana um að hún hafi hyglað ættingjum sínum og vinum, þegar hún átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Sambandið hefur aldrei áður stefnt jafn hátt settum embættismanni fyrir dómstóla.