Erlent

Frönsk yfirvöld gagnrýna Sharon

Frönsk yfirvöld og leiðtogar gyðinga í Frakklandi hafa gagnrýnt Ariel Sharon, forseta Ísraels, fyrir að hvetja alla franska gyðinga til að flytja til Ísrael, segir á vefsíðu BBC fréttastöðvarinnar. Sharon á að hafa sagt að þetta væri nauðsynlegt þar sem árásum á gyðinga og áróðri gegn þeim hefði fjölgað mikið. Ísraelskur talsmaður reyndi að gera lítið úr ummælum Sharon í dag og sagði að þau hefðu verið misskilin. Að hann hefði átt við að allir gyðingar tilheyrðu Ísrael. Ef fram fer sem horfir er líklegt að á næstu 10 til 15 árum verði gyðingar færri en aðrir þjóðflokkar á þeim svæðum sem þeir stjórna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×