Erlent

Powell þrýstir á Kínverja

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur Kínverja til þess að þrýsta á Norður-Kóreumenn um að hætta þróun kjarnavopna. Powell er nú staddur í Kína og segist hann vilja að Kínverjar verði meira en bara milliliðir í viðræðum um kjarnavopnaþróun í Norður-Kóreu. Kóreumenn hafa neitað öllum viðræðum við Bandaríkjamenn fyrr en eftir forsetakosningarnar 2. nóvember, en nú segir Powell nóg komið og vill að Kínverjar komi vitinu fyrir nágranna sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×