Erlent

Forsætisráðherra hótað

Hótað hefur verið að ráða forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraka af dögum. Þetta kom fram á upptöku sem talin er koma frá vígamanninum Abu Musab al-Zarkawi sem hefur tengsl við al-Kaída hryðjuverkasamtökin. Enn fremur segir í upptökunni að baráttunni gegn heiðingjum sé hvergi nærri lokið og muni halda áfram þar til íslömsk lög ráði jörðinni á ný. Á upptökunni er Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, ávarpaður. "Þú veist ekki að þér hefur þegar tekist að lifa af gildrur sem við höfum lagt fyrir þig," segir á upptökunni. "Við lofum að við munum halda leiknum áfram þar til yfir lýkur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×