Ísland lækkar á lista 15. júlí 2004 00:01 Ísland lækkar á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði, sem birtur var í dag. Hér á landi er stöðnun, en merkja má framfarir víða annars staðar. Í þróunarlöndum valda fátækt og sjúkdómar hins vegar afturför. Lífsgæðavísitala Sameinuðu þjóðanna mælir árangur þjóða út frá þremur grundvallarþáttum. Hversu lengi og vel borgarar þeirra lifa; menntun, sem mæld er út frá því hversu stór hluti fullorðinna er læs sem og hve margir sækja grunnskóla, og svo lífsgæðin sjálf, það er kaupmáttur miðað við þjóðarframleiðslu. Ísland hefur verið ofarlega á listanum og svo er enn, en í þetta skiptið mun neðar en síðast. Ísland var síðast í öðru sæti á eftir Noregi, og næst komu Svíþjóð, Ástralía og Holland. Nú er Ísland hins vegar í sjöunda sæti, á eftir Noregi, Svíþjóð, Ástralíu, Kanada, Hollandi og Belgíu. Ástæðan er þó ekki sú, að lífsgæði hér á landi hafi minnkað, heldur hafa þau einfaldlega aukist til muna í hinum löndunum. Nýju tölurnar eru fyrir árið 2002, og samkvæmt þeim lifa Íslendingar örlítið lengur, sem eru góðu fréttirnar, en menntunarstigið lækkar úr 91 í 90, lægsta stig á topp tíu fyrir utan Japan. Þjóðarframleiðsla á hvern íbúa minnkar jafnframt úr 29. 990 dollurum í 29. 750 dollara. Alls má segja að hér á landi ríki stöðnun, sem verður ekki sagt um þróunarlöndin sem eru neðst á lista 177 ríkja. Þar má merkja afturför, það er að segja þar er meiri fátækt og minni lífslíkur, einkum vegna alnæmis. Lífslíkur í sumum ríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar eru undir fjörutíu árum. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Ísland lækkar á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði, sem birtur var í dag. Hér á landi er stöðnun, en merkja má framfarir víða annars staðar. Í þróunarlöndum valda fátækt og sjúkdómar hins vegar afturför. Lífsgæðavísitala Sameinuðu þjóðanna mælir árangur þjóða út frá þremur grundvallarþáttum. Hversu lengi og vel borgarar þeirra lifa; menntun, sem mæld er út frá því hversu stór hluti fullorðinna er læs sem og hve margir sækja grunnskóla, og svo lífsgæðin sjálf, það er kaupmáttur miðað við þjóðarframleiðslu. Ísland hefur verið ofarlega á listanum og svo er enn, en í þetta skiptið mun neðar en síðast. Ísland var síðast í öðru sæti á eftir Noregi, og næst komu Svíþjóð, Ástralía og Holland. Nú er Ísland hins vegar í sjöunda sæti, á eftir Noregi, Svíþjóð, Ástralíu, Kanada, Hollandi og Belgíu. Ástæðan er þó ekki sú, að lífsgæði hér á landi hafi minnkað, heldur hafa þau einfaldlega aukist til muna í hinum löndunum. Nýju tölurnar eru fyrir árið 2002, og samkvæmt þeim lifa Íslendingar örlítið lengur, sem eru góðu fréttirnar, en menntunarstigið lækkar úr 91 í 90, lægsta stig á topp tíu fyrir utan Japan. Þjóðarframleiðsla á hvern íbúa minnkar jafnframt úr 29. 990 dollurum í 29. 750 dollara. Alls má segja að hér á landi ríki stöðnun, sem verður ekki sagt um þróunarlöndin sem eru neðst á lista 177 ríkja. Þar má merkja afturför, það er að segja þar er meiri fátækt og minni lífslíkur, einkum vegna alnæmis. Lífslíkur í sumum ríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar eru undir fjörutíu árum.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira