Börn skemmtilegri en áður 10. ágúst 2004 00:01 Börn sætta sig ekki lengur við að vera bara móttakendur og læra steinþegjandi þó að það hafi hentað okkur. Þetta er bara þróun en það er ekki hægt að segja að börnin hafi versnað. Ég mundi ekki taka undir það undir nokkrum kringumstæðum," segir Anna Sigríður Pétursdóttir, sem titluð er talkennari í símaskránni. Hún hefur langa reynslu af skólastarfi, hóf kennslu við Breiðholtsskóla 1973 og er að hefja sitt níunda ár sem aðstoðarskólastjóri þar. Um tíma sinnti hún einnig talkennslu í nokkrum skólum til viðbótar en hætti þegar henni fannst annríkið orðið um of. Þótt Anna Sigríður eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð, sé enn á besta aldri hefur hún upplifað miklar breytingar innan grunnskólans. Skólaár og skóludagur hafa lengst, samræmdum prófum fjölgað og samsetning bekkja breyst. Fyrst var börnum raðað eftir getu, nú er blöndunin alger en áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, án aðgreiningar. Þá hefur sjálfstæði skóla aukist og þar með vald stjórnenda. Það líkar Önnu Siggu vel. "Skólar eru fráleitt allir eins og það er gott fyrir stjórnendur að geta hagað hlutunum eins og hentar þeirra skóla." Í Breiðholtsskóla standa breytingar fyrir dyrum. Anna Sigga lýsir þeim "Við lögðum stundatöfluna upp þannig núna að árgangar geti unnið saman og kennarar blandað hópum innan hvers árgangs. Þetta fyrirkomulag þekkist víða og útheimtir mikla samvinnu kennara." Eins og áður hefur komið fram er Anna Sigga ekki ein þeirra sem finnst allt á niðurleið í uppeldi þjóðarinnar. "Börnin eru að mörgu leyti skemmtilegri nú en áður. Þau eru frjálsari og hafa meiri þekkingu á ýmsu. Hinsvegar er áberandi í seinni tíð hvað börn eru hvatvís, ör og fljót að bregðast við áreiti," segir hún. Einnig bendir hún á að nú á tímum eigi öll börn rétt á að vera í skóla og séu þar, hvort sem þau falli inn í bekki eða ekki. Skóladagurinn sé langur og gamla stoðfjölskyldukerfið fyrir bí. Anna Sigga telur skólana reyna að laða sig að breyttum aðstæðum barnanna og þeim miðlum sem þau alist upp við. Allt sé gert til að hvert og eitt fái notið sinna hæfileika enda sé fræðslumiðstöðin búin að setja fram áætlun til tíu ára um stefnumiðaða kennsluhætti. En kalla þau markmið ekki á fleiri kennara? "Jú, þau kalla á fleira starfsfólk við skólana. Við erum með börn innan um sem þurfa alveg manninn með sér. Stefna stjórnvalda og fræðslumiðstöðvar er að vera með öll börn í skólanum og sinna þeim á þennan hátt en þá verður líka að gera það með þeim stæl að ekki þurfi að skammast sín fyrir það. Nám Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Börn sætta sig ekki lengur við að vera bara móttakendur og læra steinþegjandi þó að það hafi hentað okkur. Þetta er bara þróun en það er ekki hægt að segja að börnin hafi versnað. Ég mundi ekki taka undir það undir nokkrum kringumstæðum," segir Anna Sigríður Pétursdóttir, sem titluð er talkennari í símaskránni. Hún hefur langa reynslu af skólastarfi, hóf kennslu við Breiðholtsskóla 1973 og er að hefja sitt níunda ár sem aðstoðarskólastjóri þar. Um tíma sinnti hún einnig talkennslu í nokkrum skólum til viðbótar en hætti þegar henni fannst annríkið orðið um of. Þótt Anna Sigríður eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð, sé enn á besta aldri hefur hún upplifað miklar breytingar innan grunnskólans. Skólaár og skóludagur hafa lengst, samræmdum prófum fjölgað og samsetning bekkja breyst. Fyrst var börnum raðað eftir getu, nú er blöndunin alger en áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám og samvinnu nemenda, án aðgreiningar. Þá hefur sjálfstæði skóla aukist og þar með vald stjórnenda. Það líkar Önnu Siggu vel. "Skólar eru fráleitt allir eins og það er gott fyrir stjórnendur að geta hagað hlutunum eins og hentar þeirra skóla." Í Breiðholtsskóla standa breytingar fyrir dyrum. Anna Sigga lýsir þeim "Við lögðum stundatöfluna upp þannig núna að árgangar geti unnið saman og kennarar blandað hópum innan hvers árgangs. Þetta fyrirkomulag þekkist víða og útheimtir mikla samvinnu kennara." Eins og áður hefur komið fram er Anna Sigga ekki ein þeirra sem finnst allt á niðurleið í uppeldi þjóðarinnar. "Börnin eru að mörgu leyti skemmtilegri nú en áður. Þau eru frjálsari og hafa meiri þekkingu á ýmsu. Hinsvegar er áberandi í seinni tíð hvað börn eru hvatvís, ör og fljót að bregðast við áreiti," segir hún. Einnig bendir hún á að nú á tímum eigi öll börn rétt á að vera í skóla og séu þar, hvort sem þau falli inn í bekki eða ekki. Skóladagurinn sé langur og gamla stoðfjölskyldukerfið fyrir bí. Anna Sigga telur skólana reyna að laða sig að breyttum aðstæðum barnanna og þeim miðlum sem þau alist upp við. Allt sé gert til að hvert og eitt fái notið sinna hæfileika enda sé fræðslumiðstöðin búin að setja fram áætlun til tíu ára um stefnumiðaða kennsluhætti. En kalla þau markmið ekki á fleiri kennara? "Jú, þau kalla á fleira starfsfólk við skólana. Við erum með börn innan um sem þurfa alveg manninn með sér. Stefna stjórnvalda og fræðslumiðstöðvar er að vera með öll börn í skólanum og sinna þeim á þennan hátt en þá verður líka að gera það með þeim stæl að ekki þurfi að skammast sín fyrir það.
Nám Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira