Erlent

Rice vill að Arafat hætti

Þeir þjóðarleiðtogar sem enn ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, eiga að þrýsta á hann að hætta. Þetta segir Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta. Rice sagði að þar sem Ísraelar hygðust flytja landnema frá Gaza og Vesturströndinni væri rétti tíminn fyrir Arafat að hætta afskiptum af deilu Palestínumanna og Ísraela. Hún sagði að Arafat hefði einmitt barist fyrir landnemar flyttu brott og því væri nú tími kominn til þess að nýr maður leiddi Palestínsku þjóðina í friðarviðræðunum. Aðeins þannig væri mögulegt að ná einhverjum árangri í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×