Lífið

Amazing Race á Íslandi

Tökulið og keppendur frá Amazing Race sjónvarpsþættinum vinsæla eru komnir til Íslands. Eins og væntanlega flestir vita gengur þátturinn út á það að nokkur pör keppa í eins konar ratleik um heiminn og vinnur það par sem er útsjónarsamast í ferðalögum sínum og fljótast í förum. Afgreiðslumaður á Select-stöð á höfuðborgarsvæðinu segir að snemma í gærmorgun hafi hann fengið yfir sig hóp af æstu fólki sem bað hann um að leiðbeina sér stystu leið að Seljalandsfossi. Ekki hefur spurst frekar til hópsins síðan. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.