Viðskipti innlent

Íslenskt vatn til sölu á JFK og LaGuardia

Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, hefur náð samningum við bandarískt fyrirtæki, sem rekur fleiri en 80 veitingastaði á níu flugvöllum víðs vegar um Bandaríkin, um sölu á vatninu á veitingastöðum fyrirtækisins. Vatnið verður meðal annars til sölu á JFK og LaGuardia í New York og O’Hare flugvellinum í Chicago.

Viðskipti innlent

Nýr sæstrengur til Evrópu í notkun í dag

Nýr sæstrengur, sem tengir saman Ísland og Evrópu, var tekin í notkun í dag þegar Vodafone opnaði fyrir umferð viðskiptavina sinna um strenginn. Um er að ræða sæstreng milli Íslands og Danmerkur, svokallaðan Danice-streng, sem nýlega var lagður milli landanna.

Viðskipti innlent

Segir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs ekki breytast í bráð

Enn ríkir mikil óvissa um þróun lánshæfismats ríkissjóðs á næstunni vegna þeirrar miklu óvissu sem hér er í efnahagsmálunum. Telur greining Íslandsbanka að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs komi ekki til með að taka breytingum á næstunni þrátt fyrir að þær séu á neikvæðum horfum í bókum matsfyrirtækjanna. Líklega munu matsfyrirtækin bíða og sjá hver framvinda mála verður næstu mánuði.

Viðskipti innlent

Samorka hraunar yfir Sjónarrönd ehf.

Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, gagnrýna harðlega áfangaskýrslu þá sem Sjónarrönd ehf. vann fyrir fjármálaráðuneytið um arðsemi íslenskra orkufyrirtækja. Segir m.a. í tilkynningu frá Samorku að nálgun Sjónarrandar hafi verið fráleit, rangar ályktanir dregnar og gjörólík fyrirtæki borin saman.

Viðskipti innlent

Birna svarar: Leiðrétting en ekki niðurfelling skulda

„Í raun ganga hugmyndir Íslandsbanka út á leiðréttingu á höfuðstól en ekki beina niðurfellingu. Aðferðafræðin gengur út á að skipta þessum lánum yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Við gerum okkur grein fyrir að vextir á óverðtryggðum lánum verða líklegast hærri til að byrja með."

Viðskipti innlent

Nafni Eimskips verði breytt í A1988 hf.

Eftirfarandi tillaga verður sett fyrir næsta hluthafafund Eimskips: „Hluthafafundur Hf. Eimskipafélags Íslands haldinn 8. september samþykkir að breyta nafni félagsins í A1988 hf. Skal 1. gr. samþykkta félagsins breytast og verða svohljóðandi; "Félagið er hlutafélag og nafn þess er A1988 hf.

Viðskipti innlent

RARIK tapaði 164 milljónum á fyrri helming ársins

Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap RARIK á fyrstu sex mánuðum ársins 164 milljónum króna. Rekstrarhagnaður varð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta upp á 1.166 milljónir króna eða 28,1% af veltu tímabilsins, samanborið við 782 milljónir eða 21,4% af veltu á sama tímabili árið áður. Hreint veltufé frá rekstri var 1.169 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði SÍ rýrnaði um 120 milljarða á tíu mánuðum

Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur rýrnað um rúma hundrað milljarða króna á síðustu tíu mánuðum eða því sem nemur láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslands. Bankinn notaði rúman hálfan milljarð króna í síðustu viku til að styrkja gengi krónunnar um 3 prósent en óvíst er að sú styrking haldi.

Viðskipti innlent

Opin Kerfi Group hf. hagnast um 20 milljónir króna

Hagnaður samstæðu Opinna Kerfa Group hf. nam 20 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 318 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins er 35,5% og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli er 3,1% sem er lægri en á fyrri hluta síðasta árs.

Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,41% í dag. Viðskipti með hlutabréf námu rúmlega 68 milljónum króna. Mest viðskipti voru með bréf Össurar og lækkuðu bréf félagsins um 0,81%. Marel lækkaði um 1,19% en ekkert félag hækkaði í viðskiptum dagsins. Vísitalan stendur nú í 818,9 stigum.

Viðskipti innlent

CCP hf. hagnast um 6,2 milljónir dollara

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hf., skilaði hagnaði upp á rétt tæplega 6,2 milljónir dollara á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,1 milljón dollara hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaðurinn eykst því um 195% á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs jafngildir um 775 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Hagnaður Landsvaka tæplega eitt hundrað milljónir

Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði Landsbankans, hefur staðfest árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2009. Hagnaður af rekstri félagsins fyrstu sex mánuði ársins nam 96,9 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi félagsins.

Viðskipti innlent

27 bankar í mál við íslenska ríkið

Alls hafa 27 alþjóðlegir bankar höfðað skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, fjármálaráðuneytinu og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Flestir bankanna eru þýskir alþjóðlegir bankar. Þarna má einnig finna franskan banka og svo Seðlabanka Egyptalands.

Viðskipti innlent